þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þari og þang nýja stóriðjan?

25. september 2015 kl. 08:00

Þang sem meðal annars má fullvinna verðmæt lífvirk efni úr til að nota sem fæðubótarefni eða sem íblöndunarefni í ýmsar neytendavörur.

Áætlað að reisa 50.000 tonna verksmiðju í Stykkishólmi

Útlit er fyrir að vinnsla á þangi og þara í Breiðafirði aukist stórlega á næstu misserum. 

Nú þegar vinnur Þörungaverksmiðjan á Reykhólum um 15-20.000 tonn af þangi á ári og um 5.000 tonn af þara. Þá fyrirhugar fyrirtækið Deltagen ehf. að reisa allt að 50.000 tonna verksmiðju í Skipavík á Stykkishómi sem yrði að stærstum hluta í eigu írska fyrirtækisins Marigot. 

Loks hefur Félagsbúið Miðhrauni hafið vinnslu á um 7.000 tonnum af þangi og þara. 

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.