sunnudagur, 12. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þór kominn með Fernanda frá landi

1. nóvember 2013 kl. 14:02

Fernanda og varðskipið Þór eftir að flutningaskipið var dregið frá landi. (Mynd LHG/ Jón Páll Ásgeirsson)

Nú er verið að endurmeta stöðuna og íhuga næstu skref.

Varðskipið Þór er nú með flutningaskipið Fernanda í togi eftir að eldur blossaði aftur upp í skipinu nokkru eftir komuna til Hafnarfjarðar.  Þór er á góðri stefnu og siglir 10 mílur til að halda reyk sem mest frá landi og varðskipinu, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.  

Nú stendur yfir samráðsfundur í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar með fulltrúum Landhelgisgæslu, Samgöngustofu, Hafrannsóknarstofnunar og Umhverfisstofnunar þar sem verið er að endurmeta aftur stöðuna.  

Flutningaskipið Fernanda er orðið umtalsvert laskað og því er gert ráð fyrir að finna stað sem fyrst til að koma skipinu á þar sem unnt er að halda slökkvistörfum áfram og láta þau efni sem þegar er kominn eldur í brenna upp, en um leið verja aðaltanka skipsins eins og kostur er en í skipinu eru um 100 tonn af olíu.