mánudagur, 1. júní 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorlákur Halldórsson tekur við af Axeli Helgasyni

21. október 2019 kl. 09:44

Þorlákur Halldórsson, formaður Landssambands smábátaeigenda. MYND/LS

Þorlákur Halldórsson í Grindavík var kjörinn formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi fyrir helgi

Þorlákur Halldórsson er nýr formaður Landssambands smábátaeigenda. Hann tekur við af Axel Helgasyni sem gegnt hefur starfinu undanfarin þrjú ár. 

Þorlákur var einn í kjöri á aðalfundi LS síðastliðinn föstudag og „hlaut hann rússneska kosningu“, segir á vef LS. Hann var varaformaður LS árin 2016 og 2017. 

Þorlákur er sjómaður í Grindavík og hefur setið í stjórn Reykjaness, félags smábátaeigenda á Reykjanesi.