

vb.is
Starfsmenn Frostfisks með þorskhrogn
Á síðasta ári voru flutt út um 1.700 tonn af þorskhrognum frá Íslandi fyrir um einn milljarð króna, samkvæmt upplýsingum sem Fiskifréttir fengu frá Hagstofu Íslands.
Drjúgur hluti þorskhrognanna er seldur á fiskmörkuðum og er meðalverðið það sem af er vertíðinni 442 krónur kílóið. Fiskveiðiárið 2009/2010 var meðalverðið 382 krónur á kíló og þar á undan 257 krónur á kíló.
Sjá nánar um verkun og markaðssetningu hrognanna í nýjustu Fiskifréttum.