fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskkvóti 177 þús. tonn samkvæmt aflareglu

8. júní 2011 kl. 12:10

Þorskar.

Líkur á 200-250 þús. tonna afla á komandi árum verði gildandi aflareglu fylgt.

Hafrannsóknastofnun hefur lokið mati sínu á þorskstofninum og samkvæmt því verður þorskkvótinn 177 þús. tonn á næsta fiskveiðiári, verði gildandi aflareglu fylgt. Það er hækkun um 17 þús.tonn frá yfirstandandi fiskveiðiári.

Að áliti stofnunarinnar eru líkur á því að ársafli þorsks vaxi í 200-250 þús. tonn á komandi árum ef aflareglunni sem nú er í gildi verði fylgt. Ekki sé að vænta meiri afla nema nýliðun batni.

Samkvæmt nýja stofnmatinu er viðmiðunarstofninn á þessu ári 970 þús. tonn og hrygningarstofninn 362 þús. tonn. Viðmiðunarstofninn er nú talinn stærri en verið hefur undanfarna tvo áratugi.