mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskkvóti í Norðursjó 31.800 tonn næsta ár

30. júní 2011 kl. 08:00

Þorskur í ís.

Kvótinn minnkar lítillega frá yfirstandandi ári.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur lagt til að leyfilegur þorskkvóti í Norðursjó verði 31.800 tonn samanborið við 32.240 tonn á yfirstandandi ári.

 

Hins vegar hefur ICES ráðlagt mun meiri kvótaskerðingu í ufsa í Norðursjó eða úr 103.000 tonnum í ár í 87.544 tonn á því næsta. Léleg nýliðun í ufsastofninum er ástæðan fyrir þessari veiðiráðgjöf.