þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskur lækkar en aðrar tegundir hækka í verði

5. nóvember 2012 kl. 14:21

Þorskar.

Nýtt viðmiðunarverð í viðskiptum milli skyldra aðila.

Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið eftirfarandi breytingar á viðmiðunarverðum í viðskiptum milli skyldra aðila frá og með 1. nóvember 2012:

Viðmiðunarverð á þorski lækkar um 4%.

Viðmiðunarverð á ýsu hækkar um 5%.

Viðmiðunarverð á karfa hækkar um 3%.

Viðmiðunarverð á ufsa hækkar um 5%.