sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorskur og ýsa við strönd Noregs fær MSC-vottun

1. desember 2011 kl. 15:46

Þorskur

Áður höfðu þessar tegundir í Barentshafi fengið vottunina.

Norska fiskútflutningsráðið hefur fengið MSC-vottun á þorsk og ýsu sem veidd eru innan 12 mílna við Noreg. Þar með hefur allur þorskur og öll ýsa sem Norðmenn veiða verið vottuð samkvæmt staðli MSC því fyrir einu og hálfu ári fengu veiðar á þessum tegundum utan 12 mílna í norskri lögsögu þessa vottun.

Vottunin gildir um þorsk og ýsu sem veidd eru í hin ýmsu veiðarfæri svo sem troll, línu, handfæri, net og dragnót.

Því má bæta við að veiðar á ufsa, síld og makríl við Noreg hafa einnig verið MSV-vottaðar.