þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þorsteinn Már segir sig frá 14 breskum fyrirtækjum

Guðsteinn Bjarnason
26. nóvember 2019 kl. 17:22

Þorsteinn Már Baldvinsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi forstjóri Samherja ehf., hefur sagt af sér sem stjórnandi alls fjórtán sjávarútvegsfyrirtækja í Bretlandi.

Þetta kemur fram á vef bresku fyrirtækjaskrárinnar, Companies House.

Fyrirtækin eru eftirfarandi: Onward Fishing Company Limited, Boyd Line Limited, Lionman Limited, Uk Fisheries Limited, Marr Management Limited, J. Marr (Fishing) Limited, Kirkella Limited, Jacinta Limited, Armana Limited, Collins (Seafoods) Limited, Seagold Limited, Wraggs Seafoods Limited, Onward Investment Limited og Collins Seafoods Richmond Limited.

Síðastnefnda fyrirtækið hefur auk þess verið lagt niður.

Fyrir viku síðan þegar Fiskifréttir athuguðu skráninguna var Þorsteinn, samkvæmt fyrirtækjaskrá breskra stjórnvalda, enn skráður virkur stjórnandi (director) allra þessara fyrirtækja.

Fréttavefurinn Intrafish greindi frá því fyrr í dag að Þorsteinn hafi sagt af sér stjórnarformennsku í tveimur þessara bresku fyrirtækja, Seagold og UK Fisheries.

Eins og kunnugt er hefur Þorsteinn Már stigið tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Eins hefur Þorsteinn á stuttum tíma hætt sem stjórnarformaður Framherja í Færeyjum og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og gengið úr stjórn norska útgerðarfélagsins Nergård.