miðvikudagur, 1. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriðjungur fiskvinnslufólks með erlent ríkisfang

30. september 2011 kl. 09:00

HB Grandi

,,Þetta háa hlutfall kemur á óvart,“ segir formaður Samtaka fiskvinnslustöðva

Þriðjungur af fiskvinnslufólki á Íslandi er með erlent ríkisfang samkvæmt nýlegri könnun Samtaka fiskvinnslustöðva. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, segir í samtali við Fiskifréttir að þetta háa hlutfall komi á óvart. Könnunin var gerð meðal 25 vinnslustöðva þar sem vinna samtals rúmlega 2.000 starfsmenn þannig að niðurstöðurnar ættu að vera nokkuð marktækar.

,,Fyrir nokkrum árum reiknuðum við út að um 1.200 manns með erlent ríkisfang væru starfandi í fiskvinnslu á Íslandi. Hér er ekki átt við fólk af erlendu bergi brotið sem unnið hefur á Íslandi um árabil og hefur sest hér að. Á þeim tíma unnu um 4.800 manns alls í fiski. Nú starfa hér áfram um 1.200 manns með erlent ríkisfang en munurinn er sá að heildarstörfum hefur fækkað niður í 3.600. Erlendu starfsfólki hefur því fjölgað hlutfallslega,“ segir Arnar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.