miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þriggja milljóna tonna máltíð

14. nóvember 2013 kl. 16:48

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.

Eðlilegt að senda reikning fyrir slíkum málsverði, sagði sjávarútvegsráðherra um makríldeiluna.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra flutti í dag ræðu á ráðstefnunni Oslo Seafood Seminar sem haldin var í Osló á vegum norsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Í ræðunni benti ráðherrann á það magn sem ætlað væri að makríllin æti á meðan hann dveldist í íslenskri lögsögu, um 3 milljónir tonna, og spurði fundinn hvort ekki væri eðlilegt að senda reikning fyrir slíkri máltíð. Viðfangsefnið væri hversu hár hann ætti að vera. 

Ráðherrann sagði að tækifærið til samninga hefði aldrei verið betra en núna og hann vonast til að það yrði nýtt til farsællar niðurstöðu þar sem allir deiluaðilar leggðu sitt af mörkum.

Sjá nánar frétt á vef ráðuneytisins.