miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þrír stærstu veltu samtals um 840 milljörðum ISK

12. ágúst 2011 kl. 09:29

Fiskur

Icelandic Group var fjórða stærsta sjávarútvegsfyrirtækið í Evrópu í fyrra

Þrjú stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í Evrópu, Marine Harvest, Pescanova og Austevoll Seafood veltu sameiginlega 5,1 milljarði evra árið 2010, eða um 840 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Nýlega birti IntraFish lista yfir 40 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin í Evrópu sem veltu samanlagt 20,3 milljörðum evra, um 3.340 milljörðum ISK. Þrjú toppfyrirtækin eru því samanlagt með ríflega 20% af veltu þeirra 40 stærstu.

Þessi þrjú fyrirtæki voru jafnframt þau einu sem veltu meira en einum milljarði evra, eða 165 milljörðum ISK. Tvö önnur fyrirtæki fylgdu fast á eftir, Icelandic Group, sem var aðeins hársbreidd frá milljarða evra markinu, og Findus Group sem velti 900 milljónum evra.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.