þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þyrla Gæslunnar bjargar 11 sjómönnum

30. október 2013 kl. 16:10

Frá aðgerðum í dag. (Mynd Landhelgisgæslan):

Eldur kom upp í vélarrúmi erlends flutningaskip suður af Vestmannaeyjum.

Þyrlan TF-GNA bjargaði í dag áhöfn flutningaskipsins Fernanda eða samtals 11 manns um borð og eru allir heilir á húfi. Áhöfnin var flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Skipið er búið öflugum slökkvibúnaði sem sérstaklega er ætlað að sinna slökkvistörfum á sjó.

Landhelgisgæslan heyrði upp úr kl. 14:00 í fjarskiptum að um 2000 tonna erlent flutningaskip með 11 manns um borð væri í vandræðum suður af Vestmannaeyjum. Haft var samband við skipið og kom þá í ljós að eldur hafði komið upp í vélarrúmi og réðu skipverjar illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið. Skipið var orðið vélarvana, en á svæðinu er mjög slæmt veður og haugasjór.

Sjá nánar á vef Landhelgisgæslunnar.