þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Þyrlan Sýn búin nætursjónaukum

16. október 2013 kl. 08:00

Nætursjónaukalýsing er í þyrlunum Líf og Gná. Mynd Árni Sæberg

Við það eykst geta Landhelgisgæslunnar við eftirlit, leit og björgun

Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar, mun á næstu fara í reglubundna skoðun og endurbætur. Skoðunin er nokkuð umfangsmikil en auk þess verður þyrlan útbúin nætursjónaukabúnaði sem gerir hana hæfari til að gegna eftirliti, leit og björgun, eykur viðbragðsgetu Landhelgisgæslunnar og tryggir enn frekar öryggi almennings. Áætlað er að þyrlan verði fjarverandi framyfir áramót.

Eins og komið hefur fram aðstoðar flugvélin Sif nú landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi. Upphaflega var áætlað að flugvélin yrði mánuð á svæðinu en landamærastofnunin hefur nú sent frá sér beiðni til aðildarríkja EU um að þau bjóði fram flugvél til þátttöku til áramóta. Landhelgisgæslan hefur boðið fram aðstoð Sifjar og mun á næstunni verða tekin ákvörðun um málið. Vandinn er gríðarlegur á þessu hafsvæði og flugvélin kemur að miklu gagni í þeirri neyð sem þarna ríkir.

Sjá nánar á vef Gæslunnar.