laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Til línuveiða við Nýfundnaland

13. desember 2013 kl. 14:48

Ocean Breeze, áður Rifsnes, í slipp. (Mynd: Guðjón Einarsson).

Ocean Breeze, áður Rifsnes, fær 1.000 tonna kvóta til að byrja með.

Gamla Rifsnesið frá Rifi, sem vék fyrir nýrra skipi með sama nafni á dögunum, fer brátt til línuveiða við Nýfundnaland undir nafninu Ocean Breeze. Vísir hf. keypti bátinn og leigir hann til eins árs til að byrja með til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins OCI sem er að hluta í eigu Vísis. Við Nýfundnaland  fær báturinn um 1.000 tonna kvóta auk meðafla og síðan er ætlunin að leigja viðbótarkvóta þannig að hægt verði að gera hann út allt árið. 

Afli Ocean Breeeze verður unninn í ferskar afurðir á Nýfundnalandi og seldur í sölukerfum OCI og Vísis á mörkuðum í Bandaríkjanna og Kanada. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis segir í samtali við Fiskifréttir að með þessu móti verði hægt að bjóða viðskiptavinum vestra tryggara framboð af línufiski allt árið. Á sumrin séu mjög tíðar flugsamgöngur frá Íslandi vestur um haf en á veturna fækki þeim og þá sé hentugt að geta afgreitt vöruna frá Nýfundnalandi. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.