mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilkynnt um fyrsta farminn í sumarloðnuveiðum Norðmanna

13. júlí 2011 kl. 12:24

Norskt loðnuskip

23 norsk skip hafa byrjað veiðar úr íslenska loðnustofninum utan lögsögunnar

Norski loðnubáturinn Stålringen av Dønna (ex. Møgsterhav) varð fyrsti báturinn til að tilkynna um afla á sumarloðnuveiðunum sem eru nýhafnar, að því er fram kemur á vef norskra útvegsmanna.

Um 23 norsk loðnuskip eru nú farin til veiða af kvóta sínum í íslenska loðnustofninum. Þeim er heimilt að veiða í sumar við Jan Mayen og í grænlensku lögsögunni. Loðnuveiðar í íslenskri lögsögu mega ekki hefjast fyrr en í haust. Íslensk skip verða að bíða með loðnuveiðar að sinni því samkvæmt nýlegri reglugerð mega þau hvorki veiða loðnu innan lögsögu né utan fyrir 1. október.

Stålringen av Dønna fékk 920 tonn sem veiddust í grænlensku lögsögunni.