föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tillaga um nýjan styrktarsjóð innan ESB

5. desember 2011 kl. 10:42

Evrópusambandið

Þúsund milljarðar íslenskra króna til ráðstöfunar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að stofnaður verði nýr sjóður til að styðja við sjávarútveg og sjávarútvegsstefnu ESB fyrir tímabilið 2014-2020, að því er fram kemur á vefnum fis.com.

Sjóðurinn fær nafnið European Maritime and Fisheries Fund (EMFF) og er ætlað að leysa af hólmi Fiskveiðisjóð Evrópu (EFF).

Ráðgert er að sjóðurinn fái til ráðstöfunar 6,7 milljarða evra, 1.070 milljarða íslenskra króna, til að styðja við umbætur í stjórn fiskveiðimála innan ESB og hjálpa fiskimönnum til að snúa sér að sjálfbærari veiðum. Styrkveitingar eiga að efla efnahagslíf strandsvæða.

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, segir að nýi sjóðurinn auki efnahagslegan vöxt og skapi störf í greininni. Ekki verði lengur settir peningar í að smíða stór skip. Smábátaútgerð og vistvænt fiskeldi njóti góðs af.