mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tilraunir með meðaflaskiljur í flotvörpur

19. október 2009 kl. 09:09

Unnið er að því að þróa skiljur í flotvörpur á uppsjávarveiðum sem hleypa botnfiski út úr veiðarfærinu. Fyrstu niðurstöður sýndu að galli var á öllum skiljutegundum sem prófaðar voru en nú hafa verið þróaðar a.m.k. tvær  skiljur sem sýna nokkuð góðan árangur.

Það er ekki auðhlaupið að því að þróa verkfæri í flotvörpu sem skilja á út meðafla frá kolmunna í svo stóru veiðarfæri sem flotvörpu. Rannsóknir hafa sýnt að með því að setja 55mm grindur fyrir framan poka í flotvörpu sleppur þorskur og ufsi stærri en 55cm og kolmunninn fer aftur í poka.

Vandamálið er að skiljurnar eru stórar og því efnismiklar sem veldur því að kostnaður er töluverður við gerð þeirra. Þegar við bætist að glíman við að fá þær til að endast meira en eitt tog þá eykst kostnaðurinn mikið. Verkefni þetta er styrkt af AVS sjóðnum og segir nánar frá þessum tilraunum á vef sjóðsins, HÉR