sunnudagur, 25. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tímabundin stöðvun loðnuveiðanna olli stórtjóni

29. febrúar 2008 kl. 07:44

Veiðar hafa verið leyfðar á ný en ákveðinn skaði er skeður

Einmitt meðan veiðar voru bannaðar var loðnan komin í það ástand sem heppilegast er til heilfrystingar á Japansmarkað en japanskir kaupendur gera kröfu um ákveðna hrognafyllingu.

„Hrognafyllingin núna er orðin 23% þannig að við erum á síðasta snúningi að geta fryst fyrir Japansmarkað. Það er stutt í að hrognataka hefjist. Þessi veiðistöðvun olli okkur gríðarlegu tjóni. Við erum að frysta Japansloðnu fyrir 15 milljónir króna á dag um borð í þessu skipi og þá sjá menn hvaða skaði það er þegar búið er að stoppa okkur í fimm daga. Við náðum að frysta smávegis á Japansmarkað áður en veiðistoppið skall á og svo fáum við kannski tvo daga núna í viðbót,“ sagði Guðjón Jóhannsson, skipstjóri á frystiskipinu Hákoni EA, en skipið var þá statt á milli lands og Eyja.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.