föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu bestu fish&chips staðirnir útnefndir

26. september 2012 kl. 09:00

Fish&chips, þjóðarréttur Breta.

Hörð keppni um hin eftirsóttu fish&chips verðlaunin 2013 í Bretlandi

Tíu bestu fish&chips staðirnir í Bretlandi hafa verið útnefndir og munu þeir keppa um hin eftirsóttu fish&chips verðlaunin 2013, að því er fram kemur á Fishupdate.

Þessi keppni hefur orðið til að bæta orðspor skyndibitastaðanna sem bjóða upp á þennan þjóðarrétt Breta. Tilkynnt verður um úrslit í keppninni 24. janúar 2013. Vinningshafinn fær titilinn fish&chips staður ársins.

Staðirnir tíu komust í úrslit eftir harða keppni. Val þeirra fór meðal annars fram með því að dómarar komu í heimsókn án þess að láta vita af sér og könnuðu gæði réttanna, þjónustu, markaðssetningu og hvort hráefnið kæmi frá sjálfbærum veiðum.