laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu milljarða högg

7. október 2010 kl. 16:55

Kvóti Íslendinga úr norsk-íslenska síldarstofninum mun minnka um 72.000 tonn og úr kolmunnastofninum um 81.000 tonn á næsta ári samkvæmt veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem birt var í síðustu viku.

Að mati Gunnþórs Ingvasonar framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hefur þetta í för með sér 10 milljarða samdrátt í útflutningstekjum, þar af um 6,5 milljarða króna vegna síldarinnar og um 3,5 milljarða vegna kolmunnans, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.