föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu stærstu með 92% humarkvótans

22. júlí 2011 kl. 09:00

Humar

Humarbátum hefur fækkað mikið frá fiskveiðiárinu 1992/1993

Þrír stærstu kvótahafar í humri ráða nú yfir um 73% af humarkvótanum og tíu stærstu eru með um 92% kvótans. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr samantekt Fiskifrétta.

Á fiskveiðiárinu 1992/1993 stunduðu 56 humarbátar veiðarnar en  á fiskveiðiárinu 2009/2010 voru humarbátarnir aðeins 18.

Samhliða fækkun báta hefur humarkvótinn færst á færri hendur. Fiskveiðiárið 1992/1993 voru kvótahafar 58 að tölu. Árnes á Stokkseyri var kvótahæst með 8,5% hlutdeild. Á yfirstandandi fiskveiðiári eru kvótahafar í humri einungis 14. Í upphafi fiskveiðiársins var Rammi hf. í Þorlákshöfn með hæsta hlutdeild, eða 24,4%.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.