þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtæki velta 36 milljörðum dollara

30. nóvember 2016 kl. 11:05

Fiskur

Mikil samþjöppun á sér stað í sjávarútvegi í heiminum

Samanlögð velta 150 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja í heiminum nam 107 milljörðum dollara á árinu 2015, eða sem samsvarar rúmum 12 þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram á vef intrafish.com.

Þar segir einnig að sjávarútvegur hafa vaxið hraðast allra atvinnugreina sem eru í framleiðslu prótínríkra matvæla. Mikil áhersla sé lögð á sjálfbærni í greininni og fjárfestingu í þróun og rannsóknum. Sjávarútvegur hafi þannig alla burði til að verða stærsti framleiðandi prótínvara í heiminum.

Mikil samþjöppun á sér stað í sjávarútvegi í heiminum með samruna og uppkaupum á fyrirtækjum. Þannig eru 10 stærstu fyrirtækin með um þriðjung af veltu 150 stærstu fyrirtækjanna, eða samanlagt um 35,5 milljarða dollara (um 4 þúsund milljarða ISK).