laugardagur, 6. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tíu stærstu útgerðirnar með helming kvótans

1. september 2011 kl. 15:10

Örfirisey, eitt skipa HB Granda. ( Guðm. St. Valdimarsson).

HB Grandi er nú sem fyrr með mestar veiðiheimildir

Samkvæmt nýbirtum lista Fiskistofu ráða tíu stærstu sjávarútvegsfyrirtækin yfir um það bil helmingi aflaheimildanna nú við upphaf nýs fiskveiðiárs og 50 stærstu fá úthlutað sem nemur um 84% heildarkvótans.

Alls fá 502 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað veiðiheimildum að þessu sinni. Eins og áður er HB Grandi kvótahæsta útgerðin með 10,4% af heildinni. Næst kemur Samherji með 6,22% og ef kvóta Útgerðarfélags Akureyringa, sem er í eigu Samherja, er bætt við hafa þessir aðilar yfir 9,14% heildaraflaheimildanna að ráða.

Þorbjörn hf. í Grindavík kemur svo næstur með 5,58%. Helsta breytingin frá því í fyrra er sú að Brim hf., sem fékk næstmestu úthlutað þá, er nú í  sjöunda sæti með 3,88% af heildinni samanborið við 6,87% í fyrra. Þetta stafar að sjálfsögðu af því að Brim seldi Samherja starfsemi sína á Akureyri sem nú er undir merkjum Útgerðarfélags Akureyringa.