þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Togveiðar á gulllaxi stöðvaðar

28. febrúar 2011 kl. 15:50

Gulllax. (Mynd: Hjalti Gunnarsson)

Búið að veiða þann afla sem Hafrannsóknastofnun mælti með

Sjávarútvegsráðherra hefur fellt úr gildi öll leyfi til gulllaxveiða frá og með 7. mars næstkomandi. Gulllax er ekki kvótabundin fisktegund en Hafrannsóknastofnun ráðlagði að aflinn færi ekki yfir 8 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Því marki hefur verið náð og gott betur því samkvæmt skrá Fiskistofu er gulllaxaflinn kominn í 10.300 tonn. 

Afli íslenskra skipa af gulllaxi hefur aukist verulega undanfarin fiskveiðiár. Á fiskveiðiárinu 2002/2003 var aflinn 2.427 tonn, fór yfir 4 þúsund tonn 2004/2005 og síðan tvöfaldaðist síðan á fiskveiðiárinu 2008/2009.