fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Toppfiskur dregur tilboð í þrotabú Eyrarodda til baka

22. júlí 2011 kl. 14:13

Ráðstafanir sem gerðar voru fyrir tilboðið flæktu málin

Toppfiskur hefur dregið tilboð sitt í eignir þrotabrú Eyrarodda til baka. Segir í tilkynningu frá Toppfiski að ráðstafanir sem gerðar voru áður en Toppfiskur gerði tilboð sitt hafi flækt málið mjög og valdið því að ekki náðust samningar við skiptastjóra þrotabúsins, að því er fram kemur á vef mbl.is.

„Í mars síðastliðnum gerði Toppfiskur ehf. tilboð í eignir þrotabús Eyrarodda ehf. Um var að ræða eignir sem veðsettar voru Byggðastofnun en þá var ljóst að Byggðastofnun myndi ekki samþykkja fyrirliggjandi kauptilboð frá öðrum aðila. Toppfiskur lagði frá upphafi áherslu á að eignir þrotabúsins og réttindi þeim tengd yrðu seld sem ein heild til að treysta til frambúðar fiskvinnslu á Flateyri.

Á undanförnum mánuðum hefur Toppfiskur átt í viðræðum við skiptastjóra þrotabúsins og stærstu veðhafa, Byggðastofnun og Landsbankann, með það fyrir augum að hefja fiskvinnslu á Flateyri sem allra fyrst. Af hálfu Toppfisks hefur frá upphafi legið fyrir að félagið væri reiðubúið að kaupa allar eignir þrotabús Eyrarodda hf. Ráðstafanir sem gerðar voru áður en Toppfiskur gerði tilboð sitt hafa hins vegar flækt málið mjög og valdið því að ekki hafa náðst samningar við skiptastjóra þrotabúsins.

Stjórnendur Toppfisks ehf. hafa því að svo komnu máli ákveðið að draga tilboð sitt í eignir þrotabús Eyrarodda hf. til baka," segir í yfirlýsingu frá Toppfiski.