sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Traustið sett á þorskárganginn 2008

11. júní 2009 kl. 12:17

segir forstjóri Hafrannsóknastofnunar

,,Það er ekki við því að búast að unnt verði að mæla með aukningu þorskkvótans fyrr en 2008-árgangur þorsksins fer að koma inn í veiðina sem verður eftir 3-4 ár,” segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar í viðtali í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

,,Þessi árgangur er 218 milljónir nýliða samkvæmt fyrstu mælingu sem er ofan við langtímameðaltal. Ef hann rýrnar ekki verulega mun hann gefa tilefni til aflaaukningar þegar þar að kemur,” segir Jóhann.

Einnig kemur fram í máli hans að ef 2008-árgangur loðnunnar sé eins sterkur og vísbendingar séu um, gæti hann stuðlað að þyngdaraukningu þorsksins og flýtt fyrir aukningu aflaheimilda í þorski enda sé loðnan mikilvægasta fæða þorsksins.

Sjá nánar viðtal við forstjóra Hafró í Fiskifréttum í dag.