mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trefjar smíða fyrir Afríkumenn

12. september 2011 kl. 16:20

Trefjabáturinn sem seldur hefur verið til austurstrandar Afríku.

Ný Cleopatra 33 afgreidd til eyjarinnar Mayotte við austurströnd Afríku.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi núna á dögunum nýjan Cleopatra bát til Mayotte, sem er eyja á milli Magdagaskar og Mosambik við austurströnd Afríku. Að útgerðinni stendur Regis Masseaux útgerðarmaður frá Mamoudzou á Mayotte.

 Nýi báturinn, sem er af gerðinni Cleopatra 33, hefur hlotið nafnið Cap‘tain Alandor II.  Báturinn mælist 11 brúttótonn. 

Báturinn er útbúinn til túnfiskveiða með flotlínu.  Notuð  er 50 km löng 3mm girnislína við veiðarnar og 1000 krókar beittir á hverri lögn.

Í bátnum er einangruð fiskilest.  Hífingarbúnaður er á dekki til að auðvelda inntöku stórra fiska.  Sólhlíf er yfir vinnudekki.

 Reiknað er með að báturinn muni hefja veiðar í Indlandshafinu í byrjun október.