föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trilluaflinn hefur tífaldast

24. október 2013 kl. 13:58

Arthur Bogason.

Deyjandi atvinnustétt varð að lygilega öflugum atvinnuvegi, segir fráfarandi formaður samtakanna.

 „Í upphafi árs 1984 var smábátaflotanum í heild úthlutað 8.300 tonnum af óslægðum þorski og engum öðrum tegundum. Árleg veiði þessa flota hefur síðan níu- eða tíufaldast sem er einsdæmi ekki bara hérlendis heldur líka á heimsvísu. Leikreglurnar sem settar voru í upphafi voru fáránlegar og gerðu menn svo öskuilla að þeir ákváðu að þjappa sér saman í samtökum til að berjast fyrir tilverurétti sínum,“ segir Arthur Bogason fráfarandi formaður Landssambands smábátaeigenda í samtali við Fiskifréttir.

„Ég held ég geti fullyrt að tilurð Landssambands smábátaeigenda gerði það að verkum að deyjandi atvinnustétt varð að lygilega öflugum atvinnuvegi á tiltölulega skömmum tíma. Smábátaflotinn efldist og nú er svo komið að hann er farinn að veiða einn fjórða af heildarþorskaflanum, 30% af öllum ýsuaflanum og nær helming af steinbítsaflanum. Að auki er  hann meira segja farinn að gera sig ögn gildandi í uppsjávarveiðum sem hefði þótt kátlegt ef maður hefði spáð því fyrir 30 árum,“ segir Arthur.

Sjá nánar viðtalið í nýjustu Fiskifréttum.