þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trillukarl ársins

29. september 2016 kl. 11:16

Á myndinni er Axel með viðurkenningaskjal frá Landssambandi smábátaeigenda og Elíza Jean Reid forsetafrú með verðlaunagripinn sem gefinn var af Sjóvélum. (Mynd af vef LS)

Smíðað sjálfur bát sinn Sunnu Rós SH og búnað til makrílveiða

Axel Helgason  hlaut viðurkenningu sem trillukarl ársins við opnun sýningarinnar Sjávarútvegur 2016. Landssamband smábátaeigenda tilnefndi Axel. Eliza Jean Reid forsetafrú afhenti honum verðlaunagrip sem gefinn var af Sjóvélum. Hann fékk einnig viðurkenningarskjal frá LS.

Axel Helgason smíðaði sjálfur bát sinn Sunnu Rós SH og kláraði 2014. Sama ár hóf hann makrílveiðar. Sunna Rós er útbúin makrílveiðibúnaði sem Axel smíðaði og er eftirtektarvert hve einfaldur, léttur og afkastamikill hann er. 

Sunna Rós er með aflahæstu makrílbátunum 2016 þrátt fyrir Axel hafi verið einn um borð. 

Þá hefur Axel einnig stundað grásleppuveiðar síðastliðin tvö ár með góðum árangri.

Grásleppunetin fellir hann með fellingarvél sem hann smíðaði og tekur ekki nema nokkrar mínútur að fella hvert net. 

Sjá nánar á vef Landssambands smábátaeigenda.