laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Trillukarlar sáu aukningu loðnukvótans fyrir

18. febrúar 2011 kl. 13:42

Smábátar

“Þorskurinn fúlsar við kræsingum sem línan hefur boðið upp á”

Aukning loðnukvótans kemur trillukörlum ekki á óvart. Þeir voru búnir að sjá þetta fyrir þar sem þorskurinn hleypur ekki á krókana eins og áður, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.

Í frétt á vef LS er gangur loðnurannsókna rakinn og greint frá niðurstöðum nýjustu mælinga Hafrannsóknastofnunar og tillagna um að útgefinn veiðikvóti verið aukinn um 65 þúsund tonn og fari í 390 þúsund tonn.

,,Að sögn smábátaeigenda á Austur- og Suðurlandi kemur aukningin þeim ekki á óvart. Þeir telja nú vera mun meira magn af loðnu á ferðinni heldur en undanfarin ár og vitna þá til viðbragða þorsksins. Hann hafi í smátíma fúlsað við þeim kræsingum sem línan hefur boðið honum uppá. Nokkur ár séu frá því það gerðist,“ segir síðan á vef LS.