miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Túnfiskur hrygnir í eldistöð í Króatíu

5. ágúst 2011 kl. 09:24

Frá eldisstöðinni Kali Tuna í Króatíu.

Eldisfyrirtækið að stærstum hluta í íslenskri eigu

Túnfiskfyrirtækið Umami Sustainable Seafood, sem er að stærstum hluta í íslenskri eigu, hefur tilkynnt að DNA próf hafi leitt í ljós að náttúruleg hrygning hafi átt sér stað í Kali Tuna túnfiskeldisstöð fyrirtækisins í Króatíu þriðja árið í röð.

 Haft er eftir Óla Val Steindórssyni stjórnarformanni Umami, að enda þótt ennþá sé langt í land að því markmiði sé náð að ala upp túnfisk frá seiðum í sláturstærð á arðbæran hátt hafi hann fulla trú á því að sá dagur komi að unnt verði að auka heimsframboð á túnfiski með eldi af því tagi og létta um leið veiðiþrýstingi af ofnýttum túnfiskstofnum í villtri náttúru.

 Frá þessu er skýrt á vefnum SeafoodSource.com.