miðvikudagur, 23. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvær útgerðir með rúman helming

11. apríl 2014 kl. 11:54

Kolmunnakvótinn næstum tvöfaldast á milli ára.

Kolmunnakvóti íslenskra skipa hefur næstum tvöfaldast frá fyrra ári eða úr 101.000 tonnum í um það bil 190.000 tonn. Af einstökum útgerðum er Síldarvinnslan umsvifamest með tæplega 59 þús. tonna kvóta eða um 31% af heildinni. Þá er kvóti uppsjávarskipsins Bjarna Ólafssonar AK meðtalinn en Síldarvinnslan á stóran hlut í því. 

Næstkvótahæstur á kolmunnanum er HB Grandi með tæplega 41 þús. tonn. Samanlagt hafa Síldarvinnslan og HB Grandi rétt um 100 þús. tonna kvóta til ráðstöfunar eða 52% af heildinni. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.