sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tveir nýir bátar hafa fengið leyfi til hrefnuveiða

11. júní 2009 kl. 13:26

Tveir nýir bátar hafa fengið leyfi til hrefnuveiða í sumar, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Nýju bátarnir eru Sproti SH frá Grundarfirði, 22 tonna smábátur með aflamark, og Sæljós GK, 65 tonna bátur frá Sandgerði. Aðeins einn bátur, Jóhanna ÁR, hefur stundað hrefnuveiðar frá því þær hófust í maí. Hún hefur nýtt leyfi af Nirði KÓ. Auk þess hafa tveir bátar leyfi sem hefur ekki verið nýtt hingað til, Dröfn RE og Halldór Sigurðsson ÍS.

Sjá nánar í Fiskifréttum.