föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvö verksmiðjuskip til veiða á ískóði

17. október 2013 kl. 11:00

Ískóð, öðru nafni pólþorskur.

Ætlunin er að vinna aflann í fiskimjöl og lýsi sem fer til fóðurgerðar fyrir fiskeldi.

Tveir útgerðarmenn í Noregi hafa uppi áform um að láta smíða tvö 100 metra löng og 24 metra breið verksmiðjuskip til veiða á ískóði, öðru nafni pólþorski, utan lögsagna í Barentshafi. 

Búið er að teikna skipin og fullyrt er að fengist hafi staðfest loforð fyrir 75-100% fjármögnunarinnar. Hvort skip mun kosta 600 milljónir norskra króna, jafnvirði 12 milljarða íslenskra. Afkastageta þeirra á sólarhring verður 500 tonn af fiski upp úr sjó sem bræddur verður í fiskimjöl og lýsi um borð og síðan seldur í fóðurgerð fyrir eldislax.

Það eru útgerðarmennirnir Björn Borgan Hansen og Jostein Störksen sem að þessum stóru áformum standa en þeir eru sagðir þekktir og reyndir í bransanum, að því fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.