mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Tvöfalt hærra rækjuverð í Noregi en í Kanada

3. janúar 2014 kl. 08:00

Rækja

Norðmenn ekki lengur samkeppnisfærir á rækjumarkaði í Bretlandi.

Norskir rækjuútflytjendur eru ekki lengur samkeppnisfærir á rækjumarkaðinum í Bretlandi, sem hingað til hefur verið þeirra aðalmarkaður. Þeir hafa því þurft að leita annað síðustu 10 mánuðina til að selja vöru sína.

Þetta segir Kristin Steen sölustjóri hjá Norway Prawns í samtali við IntraFish. Hún segir að ástæðan sú að hráefnisverð til rækjuverksmiðjanna í Noregi sé miklu hærra en til verksmiðjanna í Kanada. Hið háa verð í Noregi stafi af því að rækjuaflinn úr Barentshafi hafi verið mjög lítill undanfarin ár. Á nýliðnu ári nam hann 15.000 tonnum og hefur ekki verið minni í 40 ár. Í Kanada ganga rækjuveiðar hins vegar tiltölulega vel.

Samkvæmt upplýsingum Norges Raafisklag hefur norska hráefnisverðið verið að meðaltali 0,97 evrur fyrir pundið, jafnvirði 154 ISK, en í Kanada er það 0,51 evra á pundið eða 81 ISK.