föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ufsinn kjaftfullur af gulldeplu

23. október 2009 kl. 15:00

Togarar hafa orðið varir við gulldeplu á Öræfagrunni og víðar og liggur ufsinn í henni, að því er fram kemur í spjalli við Ágúst Óðin Ómarsson, skipstjóra á frystitogaranum Málmey SK, í nýjustu Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.

,,Ufsinn er að éta gulldeplu bæði í Berufjarðarálnum og þó einkum á vesturgrunnunum. Þegar við vorum á Öræfagrunni þá vall gulldeplan út úr honum,“ sagði Ágúst. Hann gat þess einnig að skip sem hefðu verið að veiðum í Litla dýpi og í kalda sjónum austast í Hvalbakshallinu hefðu fengið þorsk sem hafði greinilega verið að gæða sér á gulldeplu.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.