laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Um 4000 tonn af handfæramakríl komin á land

20. ágúst 2014 kl. 09:04

Makrílveiðar á handfæri á Sigga Bessa SF.

Brynja SH hæst með 132 tonn

Færaveiðar smábáta á makríl ganga vel. Alls er búið að landa um 4000 tonnum af þeim 111 bátum sem hafa hafið veiðar, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Brynja SH er eins og fyrr aflahæst með 131,8 tonn, ásamt henni eru 8 aðrir bátar komnir með yfir 100 tonn.
 Sjá skrá yfir afla bátanna