föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Umræðan um stærð fyrirtækja oft á villigötum

9. nóvember 2012 kl. 15:00

Gunnþór Ingvason

Stærstu fyrirtækin í uppsjávarfrystingu í Noregi eru tíu sinnum stærri en Síldarvinnslan

 

,,Ég tel að umræða um kvótaþak, kvótaeign og stærð fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi sé oft á miklum villigötum,“ segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í nýútkomnu tímariti Fiskifrétta

,,Hvað kvótaeign uppsjávarfyrirtækja áhrærir ber að hafa í huga að þar sveiflast kvótinn gríðarlega frá ári til árs eða frá einu tímabili til annars. Við höfum séð loðnukvótann fara úr 15 þúsund tonnum í 550 þúsund tonn á síðustu árum. Þannig að á þeim tíma var 20% kvótaþakið að hlaupa frá 3 þúsund tonnum upp í 110 þúsund tonn. Allmiklar sveiflur hafa einnig átt sér stað í ýmsum öðrum tegundum.

Það er alveg ljóst að stærri fyrirtæki eru betur í stakk búin til að mæta sveiflum sem þessum en hin smærri enda hefur þróunin orðið sú að uppsjávarfyrirtækjum hefur fækkað og þau hafa stækkað. Þessi þróun hefur tryggt að ekki hefur þurft að grípa til ríkisaðstoðar eða ríkisafskipta þegar hinar miklu niðursveiflur ganga yfir eins og áður var algengt,“ segir Gunnþór. 

Og hann bætir við: ,,Vert er að hafa í huga að stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi eru frekar smá í alþjóðlegum samanburði.  Stærstu fyrirtækin í uppsjávarfrystingu í Noregi eru tíu sinnum stærri en Síldarvinnslan sem þó er stærst á Íslandi,“ segir Gunnþór.

Sjá viðtalið við Gunnþór í heild í tímariti Fiskifrétta.