laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Upplýsingar um hlutfall kælimiðils í afla

9. maí 2016 kl. 09:03

Fiskur ísaður.

Þessar upplýsingar verða aðgengilegar á vef Fiskistofu í haust

Fiskistofa hefur ákveðið að birta á vef stofnunarinnar upplýsingar um hlutfall kælimiðils í afla við endurvigtun. Upplýsingar varðandi hlutfall kælimiðils verða birtar í samhengi við upplýsingar um aflamagn, eftir fisktegundum. Þannig verða upplýsingar um hlutfall kælimiðils aðgengilegar á vef stofnunarinnar í haust eða þegar nauðsynlegum kerfisbreytingum er lokið sem gerir kleift að birta slíkar upplýsingar á vefnum.

Jafnframt verður birt yfirlit ársfjórðungslega um hlutfall kælimiðils hjá vigtunarleyfishöfum í samhengi við yfirstöður veiðieftirlitsmanna. Í þessu felst að þegar haft er eftirlit með vigtun verða sýndar allar landanir þeirra skipa sem yfirstöður veiðieftirlitsmanna taka til hjá þeim vigtunarleyfishafa sem eftirlitið fer fram hjá hverju sinni og fyrir þá fisktegund sem skilar mestu aflamagni.

Þar sem samantekt fyrir yfirstöður er tekin saman með nýtingu bakvinnslukerfa er hægt að birta þær upplýsingar nú þegar. Við birtingu upplýsinga um hlutfall kælimiðils í afla á fyrsta ársfjórðungi þessa árs (jan-mars) verða ekki birtar upplýsingar um vigtunarleyfishafa eða veiðiskip. Í framtíðinni verða ársfjórðungslegar upplýsingar um hlutfall kælimiðils í afla birtar eftir vigtunarleyfishöfum og veiðiskip sem um ræðir verða tilgreind.

Sá dagur sem eftirlit fer fram með vigtun hjá leyfishafa er auðkenndur með blárri súlu, sjá samantektina hér