þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppsjávarfiskar heldur að dala eftir mikinn vöxt

23. nóvember 2012 kl. 11:00

Makríll og síld (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Hrygningarstofnar þriggja helstu uppsjávartegunda í N-Atlantshafi eru alls um 12-13 milljónir tonna en voru mest um 15 milljónir tonna

 

Þrír helstu stofnar uppsjávarfiska í Austurdjúpi og Noregshafi, norsk-íslensk síld, kolmunni og makríll, eru heldur að dala á heildina litið eftir mikinn uppgang undanfarna áratugi þótt staða þeirra sé misjöfn. Kolmunni er til dæmis í sókn en norsk-íslenska síldin er á niðurleið.

Frá þessu er greint í nýjustu Fiskifréttum þar sem fjallað er um erindi sem Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunarinnar, flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni.

Samanlagt voru hrygningarstofnar þessara tegunda um 5 milljónir tonna á níunda áratug síðustu aldar. Þeir hafa vaxið gríðarlega mikið síðan þá. Á árunum 2005 til 2008 var samanlögð stærð þeirra komin í um 15 milljónir tonna. „Þessir stofnar eru nú komnir niður í 12 til 13 milljónir tonna og fyrirsjáanlegt að þeir minnki vegna þess að norsk-íslenska síldin er á niðurleið nema kolmunni og makríll vegi það upp. Hafa verður í huga að áta í Austurdjúpi fer minnkandi og samkeppni um átuna er líklega mikil sem hefur áhrif á vöxt einstaklinga. Þannig hefur meðalþyngd einstaklinga lækkað í flestum aldurshópum,“ sagði Þorsteinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.