mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Uppstokkun á kvótakerfinu í bið?

12. júní 2012 kl. 10:08

Þingfundur

Rætt um að veiðigjaldsfrumvarpið verði afgreitt.

Bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið skýra frá því í morgun að líklega verði sú málamiðlun gerð á Alþingi milli stjórnar og stjórnarandstöðu að frumvarpið um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu verði ekki afgreitt á þessu þingi. 

Hins vegar sé stefnt að því að afgreiða frumvarpið um veiðigjald núna fyrir þinglok þótt ekki sé ljóst í hvaða búningi það endanlega verði.