laugardagur, 18. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrskurðarnefnd lækkar þorskverð

6. janúar 2012 kl. 15:21

Þorskar.

Verð á ýsu hækkar hins vegar um 3% og á karfa um 5%.

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í gær var ákveðið að lækka verð um 3% á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila.

Verð á slægðri og óslægðri ýsu var hækkað um 3%. Þá var verð á karfa hækkað um 5%. Verð þetta gildir frá og með 5. janúar 2012.