sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Utankvótafiskur gaf rúman milljarð

17. apríl 2008 kl. 09:54

Utankvótategundir skiluðu 1,1 milljarði króna í aflaverðmæti á síðasta ári. Heildaraflaverðmæti íslenskra skipa voru rétt rúmir 80 milljarðar á árinu.

Utankvótafiskurinn er því um 1,4% af aflaverðmætunum. Þótt flestar nytjategundir sjávar séu kvótasettar finnast enn nokkrar tegundir sem frjáls sókn en fátítt er þó að skip stundi eingöngu veiðar á utankvótafiski. Hlýri er sú fisktegund utan kvóta sem gaf mest aflaverðmæti eða 317 milljónir króna.

Hvítlúða kemur þar á eftir með 247 milljónir, gullax skilaði 227 milljónum og blálanga 162 milljónum. Aðrar utankvótategundir sem nýttar voru eru meðal annars lýsa, ýmis skel- eða krabbadýr, skata o.fl.