mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningsbann snertir ekki einungis útgerðirnar

18. janúar 2016 kl. 15:19

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Bannið i hefur mikil áhrif á sjávarútveginn og þá um leið á samfélagið í heild. Sérstaklega á sjávarpláss og íbúa þeirra.

Markaðir fyrir íslenskar sjávarafurðir eru ekki einkamál sjávarútvegsfyrirtækja heldur skipta þeir samfélagið sannarlega miklu máli og hafa lengi gert. Þar nægir að nefna afkomu fjölda heimila vegna starfa bæði á sjó og í landi, svo ekki sé minnst á hagræn áhrif greinarinnar og mikilvægar útsvarstekjur sveitarfélaga vítt og breitt um landið, segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, í grein sem hann skrifar á vef fyrirtækisins

Bann við sölu íslenskra sjávarafurða á markað í Rússlandi hefur mikil áhrif á sjávarútveginn og þá um leið á samfélagið í heild. Sérstaklega á sjávarpláss og íbúa þeirra.

Tap útgerðarfyrirtækjanna er hlutfallslega mun minna en starfsmanna þeirra og samfélaganna sem þau starfa í. Þjóðin verður af gjaldeyristekjum vegna minni verðmætasköpunar úr auðlindinni. 

Hvað snertir uppsjávarfiskinn þá er ljóst að þar standa á bak við vel stæð fyrirtæki, sem eiga að vera tilbúin að mæta sveiflum í rekstri hvort sem er í aflabresti eða erfiðum markaðsaðstæðum.  Afkoma versnar hjá þessum fyrirtækjum vegna bannsins, sem mun þá bitna á starfsmönnum, eigendum og samfélögunum sem þau starfa í. Fjárfestingar munu dragast saman.

Útflutningsbannið hefur lokað fyrir sölu á frosnum sjávarafurðum til Rússlands, einhvers mikilvægasta markaðar okkar. Síldarvinnslan í Neskaupstað (SVN), það fyrirtæki sem ég þekki best, hefur unnið að því undanfarin ár að auka framleiðslu og um leið verðmæti uppsjávartegunda með því að þróa og auka framleiðslu á afurðum til manneldis úr uppsjávarstofnunum. Þær afurðir hafa verið seldar að stórum hluta til Rússlands og hafa aukið mikilvægi markaðarins verulega í veltu SVN.

Sjá nánar á vef Síldarvinnslunnar