sunnudagur, 12. júlí 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningsverðmæti grásleppu nærri 3 milljarðar

11. febrúar 2020 kl. 09:30

Grásleppukavíar gaf 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa 600 milljónir rúmar

„Grásleppan gaf vel af sér á síðasta ári," segir á vef Landssambands smábátaeigenda.

„Útflutningsverðmæti þeirra þriggja afurða sem fluttar eru á erlenda markaði nam um 2,8 milljörðum.  Grásleppukavíarinn gaf mestu verðmætin rúman 1,3 milljarða, söltuð grásleppuhrogn um 850 milljónir og frosin grásleppa rúmar 600 milljónir.

Þar segir ennfremur að frosin grásleppa hafi ekki skapað verðmæti fyrr en 2013, en engu að síður hafi árið í fyrra þó ekki orðið hæst í sögunni hvað útflutningsverðmæti af grásleppu varðar.

„Þar trónir árið 2010 þegar söltuð hrogn og kavíar skiluðu 3,8 milljörðum í útflutningsverðmæti á verðlagi þess árs, enda veiði þá helmingi meiri en í fyrra."