þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningur sjávarafurða dróst saman um 55% í febrúar

31. mars 2017 kl. 13:30

Þorskhnakki

Verðlækkun og verkfall sjómanna leiða til minni útflutningstekna fyrstu tvo mánuði ársins

Á fyrstu tveim mánuðum ársins voru fluttar út sjávarafurðir fyrir tæpa 22 milljarða króna en á sama tíma í fyrra nam útflutningurinn um 38,7 milljörðum. Samdrátturinn er um 43,3%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar um vöruskiptajöfnuð.

Ef litið er á febrúarmánuð einan og sér þá voru aðeins fluttar út sjávarafurðir fyrir 8,2 milljarða en í febrúar í fyrra var útflutningurinn um 18,3 milljarðar. Samdráttur í febrúar er því um 10 milljarðar, eða 55%. Ástæðan er verkfall sjómanna og verðlækkun á sjávarafurðum vegna styrkingar krónunnar.