þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningur sjávarafurða jókst um 8,5% á árinu 2015

1. febrúar 2016 kl. 08:56

Fiskimjöl.

Sjávarafurðir skiluðu um 42% alls vöruútflutnings

Útflutningur sjávarafurða á árinu 2015 jókst um tæpan 21 milljarð króna frá árinu áður, eða um 8,5% að því er fram kemur í upplýsingum á vef Hagstofunnar.

Árið 2015 fluttu Íslendingar út sjávarafurðir fyrir tæpa 265 milljarða króna en árið 2014 nam þessi útflutningur 244 milljörðum.

Alls voru fluttar út vörur fyrir 626,3 milljarða á síðasta ári og var verðmæti vöruútflutnings um 36 milljörðum eða 6,1% hærra, á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 6,8% hærra en á sama tíma árið áður, aðallega vegna útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru 42,2% alls vöruútflutnings. Aukning varð einkum vegna útflutnings á fiskimjöli. Á móti dróst útflutningur á heilfrystum fiski saman.