sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úthafskarfakvóta innan línu úthlutað

13. maí 2008 kl. 09:00

 Samkvæmt reglugerð sem sett var fyrr á árinu um veiðar úr úthafskarfastofnum 2008 var íslenskum skipum, sem leyfi fá til veiða á úthafskarfa með flotvörpu, heimilt að veiða 6.325 lestir af úthafskarfa fram til 11. maí innan tiltekins svæðis.

Eftir þann dag skyldi það magn aukið um 7.379 lestir fyrir sama svæði. Þessu magni hefur nú verið úthlutað til skipa.

Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu og er úthlutunina að finna HÉR.

Athygli skal vakin á því að veiðar á úthafskarfa innan línu eru heimilar til 15. júlí 2008