miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úthafskarfakvóti íslenskra skipa óbreyttur frá fyrra ári

27. mars 2009 kl. 15:13

Leyft verður að veiða 21 þúsund tonn

Í dag hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gefið  út reglugerð um veiðar íslenskra skipa úr úthafskarfastofnum árið 2009. Heildaraflamarkið er óbreytt frá fyrra ári eða 21.083 tonn.  Þar af má veiða 14.758 tonn á norðaustur veiðisvæðinu, þó ekki yfir 3.162 tonn á tímabilinu frá 1. apríl til 10. maí 2009. Reglugerðina má sjá á vef ráðuneytisins HÉR